Njála, 085

From WikiSaga
Revision as of 15:15, 24 June 2014 by Olga (talk | contribs) (Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 85== '''TITLE.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 85== Sigurður hét jarl er réð fyrir Orkneyjum. Hann var Hlöðvisson Þorfinnss...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 85

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 85

Sigurður hét jarl er réð fyrir Orkneyjum. Hann var Hlöðvisson Þorfinnssonar hausakljúfs, Torf-Einarssonar, Rögnvaldssonar jarls af Mæri, Eysteinssonar glumru.

Kári var hirðmaður Sigurðar jarls og hafði tekið skatta af eyjunum af Gilla jarli. Kári biður þá nú fara til Hrosseyjar og sagði að jarl mundi vel við þeim taka. Þeir þágu það og fóru með Kára og komu til Hrosseyjar.

Kári fylgir þeim á fund jarls og spurði hverjir menn þeir væru.

„Hversu komu þeir,“ sagði jarl, „á þinn fund?“

„Eg fann þá í Skotlandsfjörðum og börðust þeir við sonu Moldans jarls og vörðust þeir svo vel að þeir urpu sér jafnan meðal viðanna og voru þar jafnan sem mest var raunin. Vil eg nú biðja þeim hirðvistar.“

„Því skalt þú ráða,“ segir jarl. „Tekist hefir þú svo mikið á hendur við þá áður.“

Þeir voru þá með jarli um veturinn og voru vel virðir.

Helgi var hljóður er á leið. Jarl þóttist eigi vita hví það mundi sæta og spurði hví hann væri hljóður og spurði hvað honum þætti „eða þykir þér hér eigi gott?“

„Gott þykir mér hér,“ segir hann.

„Hvað hugsar þú þá?“ segir jarl.

„Eigið þér nokkurs ríkis að gæta á Skotlandi?“

„Svo mun oss þykja,“ segir jarl, „eða hvað er að því?“

Helgi svarar: „Skotar munu hafa tekið sýslumann yðvarn af lífi og tekið njósnir allar að engar skyldu ganga yfir Pettlandsfjörð.“

Jarl mælti: „Ertu forspár maður?“

Hann svarar: „Lítt er það reynt.“

„Auka skal eg sæmd þína,“ segir jarl, „ef þetta er svo. Ella mun þér gjald að verða.“

„Ekki er hann þess háttar maður,“ segir Kári, „og mun hann satt til segja því að faðir hans er forspár.“

Síðan sendi jarl menn suður til Straumeyjar Arnljóti sýslumanni sínum. Eftir það sendi Arnljótur suður yfir Pettlandsfjörð og tóku þar njósnir og fréttu það að Hundi jarl og Melsnati jarl höfðu tekið af lífi Hávarð í Þrasvík mág Sigurðar. Sendi þá orð Sigurði jarli að hann skyldi koma suður með lið mikið að reka jarla þessa af ríkinu. Þegar jarl spurði þetta dró hann saman her mikinn.



Tilvísanir

Links