Njála, 086

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 86

After that the earl set out south with his host, and Kari went with him, and Njal's sons too. They came south to Caithness. The earl had these realms in Scotland, Ross and Moray, Sutherland, and the Dales. There came to meet them men from those realms, and said that the earls were a short way off with a great host. Then Earl Sigurd turns his host thither, and the name of that place is Duncansness above which they met, and it came to a great battle between them. Now the Scots had let some of their host go free from the main battle, and these took the earl's men in flank, and many men fell there till Njal's sons turned against the foe, and fought with them and put them to flight; but still it was a hard fight, and then Njal's sons turned back to the front by the earl's standard, and fought well. Now Kari turns to meet Earl Melsnati, and Melsnati hurled a spear at him, but Kari caught the spear and threw it back and through the earl. Then Earl Hundi fled, but they chased the fleers until they learnt that Malcolm was gathering a host at Duncansby. Then the earl took counsel with his men, and it seemed to all the best plan to turn back, and not to fight with such a mighty land force; so they turned back. But when the earl came to Staumey they shared the battle-spoil. After that he went north to Hrossey, and Njal's sons and Kari followed him. Then the earl made a great feast, and at that feast he gave Kari a good sword, and a spear inlaid with gold; but he gave Helgi a gold ring and a mantle, and Grim a shield and sword. After that he took Helgi and Grim into his body-guard, and thanked them for their good help. They were with the earl that winter and the summer after, till Kari went sea-roving; then they went with him, and harried far and wide that summer, and everywhere won the victory. They fought against Godred, King of Man, and conquered him; and after that they fared back, and had gotten much goods. Next winter they were still with the earl, and when the spring came Njal's sons asked leave to go to Norway. The earl said they should go or not as they pleased, and he gave them a good ship and smart men. As for Kari, he said he must come that summer to Norway with Earl Hacon's scatts, and then they would meet; and so it fell out that they gave each other their word to meet. After that Njal's sons put out to sea and sailed for Norway, and made the land north near Drontheim.

References


Kafli 86

Síðan fór jarl með herinn og var Kári í för með honum og svo Njálssynir. Þeir komu suður við Katanes. Jarl átti þessi ríki í Skotlandi: Ros og Mýræfi, Syðrilönd og Dali. Komu þar að móti þeim menn af þeim ríkjum og sögðu að jarlar væru þaðan skammt í braut með mikinn her. Þá snýr Sigurður jarl þangað herinum og heitir þar Dungalsgnípa er fundurinn var fyrir ofan og laust í bardaga með þeim. Skotar höfðu látið fara sumt liðið laust og kom það í opna skjöldu jarlsmönnum og varð þar mannfall mikið þar til er þeir Njálssynir sneru í móti þeim og börðust við þá og komu þeim á flótta. Verður þá þó bardaginn harður. Snúa þeir Helgi þá fram hjá merkinu jarls og berjast vel. Nú snýr Kári í móti Melsnata jarli. Melsnati skaut spjóti til Kára. Kári skaut aftur spjótinu og í gegnum jarlinn. Þá flýði Hundi jarl en þeir ráku flóttann allt þar til er þeir spurðu til Melkólfs að hann dró her saman í Dungalsbæ. Átti jarl þá ráð við menn sína og sýndist öllum það ráð að snúa aftur og berjast eigi við svo mikinn landher. Sneru þeir þá aftur.

En er jarl kom í Straumey skiptu þeir þar herfangi. Síðan fór hann norður til Hrosseyjar. Njálssynir fylgdu honum og Kári. Jarl gerði þá veislu mikla og að þeirri veislu gaf jarl Kára sverð gott og spjót gullrekið en Helga gullhring og skikkju en Grími skjöld og sverð. Eftir það gerði hann þá hirðmenn sína Grím og Helga og þakkaði þeim framgöngu sína.

Þeir voru með jarli þann vetur og um sumarið þar til er Kári fór í hernað. Þeir fóru með honum. Þeir herjuðu víða um sumarið og fengu hvervetna sigur. Þeir börðust við Guðröð konung úr Mön og sigruðu hann og fóru við það aftur og höfðu fengið mikið fé. Voru þeir með jarli um veturinn.

Um vorið beiddust þeir Njálssynir að fara til Noregs. Jarl mælti að þeir skyldu fara sem þeim líkaði og fékk þeim gott skip og röskva menn. Kári sagði að hann mundi þetta sumar koma til Noregs með skatta Hákonar jarls og mundu þeir þar finnast. Og svo kom að þeir sammæltust á það.

Síðan létu þeir Njálssynir út og sigldu til Noregs og komu við Þrándheim.


Tilvísanir

Links

Personal tools