Njála, 093

From WikiSaga
Revision as of 15:18, 24 June 2014 by Olga (talk | contribs) (Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 93== '''TITLE.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 93== Ketill úr Mörk átti Þorgerði dóttur Njáls en var bróðir Þráins og ...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 93

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 93

Ketill úr Mörk átti Þorgerði dóttur Njáls en var bróðir Þráins og þóttist hann vant við kominn og reið til Njáls og spurði hvort hann vildi nokkuð bæta víg Þráins.

Njáll svaraði: „Bæta vil eg svo að vel sé. Og vil eg að þú leitir þessa við bræður þína þá er bætur eiga að taka að þeir taki sættum.“

Ketill kvaðst það vilja gera gjarna.

Ketill reið heim fyrst. Litlu síðar stefndi hann öllum bræðrum sínum til Hlíðarenda. Tekur hann þar umræðu við þá og var Högni með honum í allri umræðu og kom svo að menn voru til gerðar teknir og lagður til fundur og voru ger manngjöld fyrir víg Þráins og tóku þeir allir við bótum sem lög stóðu til. Síðan var mælt fyrir tryggðum og búið um sem trúlegast. Greiddi Njáll fé allt af hendi vel og skörulega. Var þá kyrrt um stund.

Einhverju sinni reið Njáll upp í Mörk og töluðu þeir Ketill allan dag. Reið Njáll heim um kveldið og vissi engi maður hvað í ráðagerð hafði verið.

Ketill fer til Grjótár. Hann mælti til Þorgerðar: „Lengi hefi eg mikið unnt Þráni bróður mínum. Mun eg það nú sýna því að eg vil bjóða Höskuldi til fósturs syni Þráins.“

„Gera skal þér kost á þessu,“ segir hún. „Þú skalt veita þessum sveini allt það er þú mátt þá er hann er roskinn og hefna hans ef hann er með vopnum veginn og leggja fé til kvonarmundar honum og skaltu þó sverja það.“

Hann játtaði þessu öllu. Fer Höskuldur nú heim með Katli og er með honum nokkura hríð.


Tilvísanir

Links