Njála, 094

From WikiSaga
Revision as of 15:19, 24 June 2014 by Olga (talk | contribs) (Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 94== '''TITLE.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 94== Einhverju sinni ríður Njáll upp í Mörk og var tekið við honum vel. Þar...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 94

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 94

Einhverju sinni ríður Njáll upp í Mörk og var tekið við honum vel. Þar var hann um nóttina. Um kveldið kallaði Njáll á sveininn Höskuld og gekk hann að honum þegar. Njáll hafði fingurgull á hendi og sýndi sveininum. Hann tók við gullinu og leit á og dró á fingur sér.

Njáll mælti: „Viltu þiggja gullið að gjöf?“

„Vil eg,“ segir sveinninn.

„Veistu,“ segir Njáll, „hvað föður þínum varð að bana?“

Sveinninn svarar: „Veit eg að Skarphéðinn vó hann og þurfum við ekki á það að minnast er sæst hefir á verið og fullar bætur fyrir komið.“

„Betur er svarað,“ segir Njáll, „en eg spurði og munt þú verða góður maður,“ segir hann.

„Góðar þykja mér virðingar yðrar er þér spáið mér,“ segir Höskuldur, „því að eg veit að þú ert forspár og ólyginn.“

Njáll mælti: „Nú vil eg bjóða þér fóstur ef þú vilt þiggja.“

Hann kvaðst þiggja vilja bæði þann góða og annan þann sem hann gerði honum. Urðu þær málalyktir að Höskuldur fór heim með Njáli til fósturs. Hann lét ekki sveininum í mót og unni mikið. Synir Njáls leiddu hann eftir sér og gerðu honum allt til sóma.

Nú líður þar til er Höskuldur er frumvaxta. Hann var bæði mikill og sterkur, manna fríðastur sýnum og hærður vel, blíður í máli, örlátur, stilltur vel, manna best vígur, góðorður til allra manna og vinsæll. Njálssonu og Höskuld skildi aldrei á.


Tilvísanir

Links