Njála, 096

From WikiSaga
Revision as of 15:19, 24 June 2014 by Olga (talk | contribs) (Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 96== '''TITLE.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 96== Hallur hét maður er kallaður var Síðu-Hallur. Hann var Þorsteinsson Bö...")
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 96

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 96

Hallur hét maður er kallaður var Síðu-Hallur. Hann var Þorsteinsson Böðvarssonar. Móðir Halls hét Þórdís og var Össurardóttir, Hróðlaugssonar, Rögnvaldssonar jarls af Mæri, Eysteinssonar glumru. Hallur átti Jóreiði Þiðrandadóttur úr Veradal. Bróðir Jóreiðar var Ketill þrymur í Njarðvík og Þorvaldur faðir Helga Droplaugarsonar. Hallkatla var systir Jóreiðar, móðir Þorkels Geitissonar og Þiðranda. Þorsteinn hét bróðir Halls og var kallaður breiðmagi. Son hans var Kolur er Kári vegur í Bretlandi. Synir Halls á Síðu voru þeir Þorsteinn og Egill, Þorvaldur og Ljótur og Þiðrandi, þann er sagt er að dísir vægju.

Þórir hét maður og var kallaður Holta-Þórir. Hans synir voru þeir Þorgeir skorargeir og Þorleifur krákur og Þorgrímur.


Tilvísanir

Links