Njála, 099

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 99

Now we must speak of Skarphedinn and his brothers, how they bend their course up to Rangriver. Then Skarphedinn said, "Stand we here and listen, and let us go stilly, for I hear the voices of men up along the river's bank. But will ye, Helgi and Grim, deal with Lyting single-handed, or with both his brothers?"

They said they would sooner deal with Lyting alone.

"Still," says Skarphedinn, "there is more game in him, and methinks it were ill if he gets away, but I trust myself best for not letting him escape."

"We will take such steps," says Helgi, "if we get a chance at him, that he shall not slip through our fingers."

Then they went thitherward, where they heard the voices of men, and see where Lyting and his brothers are by a stream.

Skarphedinn leaps over the stream at once, and alights on the sandy brink on the other side. There upon it stands Hallgrim and his brother. Skarphedinn smites at Hallgrim's thigh, so that he cut the leg clean off, but he grasps Hallstein with his left hand. Lyting thrust at Skarphedinn, but Helgi came up then and threw his shield before the spear, and caught the blow on it. Lyting took up a stone and hurled it at Skarphedinn, and he lost his hold on Hallstein. Hallstein sprang up the sandy bank, but could get up it in no other way than by crawling on his hands and knees. Skarphedinn made a side blow at him with his axe, "the ogress of war," and hews asunder his backbone. Now Lyting turns and flies, but Helgi and Grim both went after him, and each gave him a wound, but still Lyting got across the river away from them, and so to the horses, and gallops till he comes to Ossaby.

Hauskuld was at home, and meets him at once. Lyting told him of these deeds.

"Such things were to be looked for by thee," says Hauskuld. "Thou hast behaved like a madman, and here the truth of the old saw will be proved; 'but a short while is hand fain of blow.' Methinks what thou hast got to look to now is whether thou wilt be able to save thy life or not."

"Sure enough," says Lyting, "I had hard work to get away, but still I wish now that thou wouldest get me atoned with Njal and his sons, so that I might keep my farm."

"So it shall be," says Hauskuld.

After that Hauskuld made them saddle his horse, and rode to Bergthorsknoll with five men. Njal's sons were then come home and had laid them down to sleep.

Hauskuld went at once to see Njal, and they began to talk.

"Hither am I come," said Hauskuld to Njal, "to beg a boon on behalf of Lyting, my uncle. He has done great wickedness against you and yours, broken his atonement and slain thy son."

"Lyting will perhaps think," said Njal, "that he has already paid a heavy fine in the loss of his brothers, but if I grant him any terms, I shall let him reap the good of my love for thee, and I will tell thee before I utter the award of atonement, that Lyting's brothers shall fall as outlaws. Nor shall Lyting have any atonement for his wounds, but on the other hand, he shall pay the full blood-fine for Hauskuld."

"My wish," said Hauskuld, "is, that thou shouldest make thine own terms."

"Well," says Njal, "then I will utter the award at once if thou wilt."

"Wilt thou," says Hauskuld, "that thy sons should be by?"

"Then we should be no nearer an atonement than we were before," says Njal, "but they will keep to the atonement which I utter."

Then Hauskuld said, "Let us close the matter then, and handsel him peace on behalf of thy sons."

"So it shall be," says Njal. "My will then is, that he pays two hundred in silver for the slaying of Hauskuld, but he may still dwell at Samstede; and yet I think it were wiser if he sold his land and changed his abode; but not for this quarrel; neither I nor my sons will break our pledges of peace to him; but methinks it may be that some one may rise up in this country against whom he may have to be on his guard. Yet, lest it should seem that I make a man an outcast from his native place, I allow him to be here in this neighbourhood, but in that case he alone is answerable for what may happen."

After that Hauskuld fared home, and Njal's sons woke up as he went and asked their father who had come, but he told them that his foster-son Hauskuld had been there.

"He must have come to ask a boon for Lyting then," said Skarphedinn.

"So it was," says Njal.

"Ill was it then," says Grim.

"Hauskuld could not have thrown his shield before him," says Njal, "if thou hadst slain him, as it was meant thou shouldst."

"Let us throw no blame on our father," says Skarphedinn.

Now it is to be said that this atonement was kept between them afterwards.

References


Kafli 99

Nú er að segja frá þeim Skarphéðni að þeir stefna upp til Rangár.

Skarphéðinn mælti: „Stöndum vér hér og hlýðum og förum hljóðlega því að eg heyri mannamál upp með ánni. Eða hvort viljið þið Helgi eiga við Lýting eða hina tvo?“

Þeir kváðust heldur vilja eiga við Lýting einn.

„Í honum er þó veiðurin meiri,“ segir Skarphéðinn, „og þykir mér illa ef undan ber en eg treysti mér best að eigi dragi undan.“

„Til skulum við svo stefna,“ segir Helgi, „ef við komumst í færi að eigi reki undan.“

Síðan gengu þeir þangað er þeir heyrðu mannamálið og sjá hvar þeir Lýtingur eru við læk einn. Skarphéðinn hleypur þegar yfir lækinn og í melbakkann öðrum megin. Þar stendur Hallgrímur á uppi og þeir bræður. Skarphéðinn höggur á lærið Hallgrími svo að þegar tók undan fótinn en þreif Hallkel annarri hendi. Lýtingur lagði til Skarphéðins. Helgi kom þá að og brá við skildinum og kom þar í lagið. Lýtingur tók upp stein og laust Skarphéðin og varð Hallkell laus. Hallkell hleypur þá upp á melbakkann og kemst eigi á upp annan veg en hann skýtur niður knjánum. Skarphéðinn slæmir til hans öxinni Rimmugýgi og höggur í sundur í honum hrygginn. Lýtingur snýr nú undan en þeir Grímur og Helgi eftir og kemur sínu sári hvor á hann. Lýtingur kemst út á ána undan þeim og svo til hrossa og hleypir til þess er hann kemur í Vorsabæ. Höskuldur var heima og finnur hann þegar. Lýtingur sagði honum verkin.

„Slíks var þér von,“ segir Höskuldur, „þú fórst rasandi mjög og mun hér sannast það sem mælt er að skamma stund verður hönd höggvi fegin. Þykir mér sem þér þyki nú ísjávert hvort þú munt fá haldið þig eða eigi.“

„Svo var víst,“ segir Lýtingur, „að eg komst nauðulega í braut en þó vildi eg nú að þú kæmir mér í sætt við Njál og sonu hans og mætti eg halda búi mínu.“

„Svo skal vera,“ segir Höskuldur.

Síðan lét Höskuldur söðla hest sinn og reið til Bergþórshvols við hinn sétta mann. Þá voru synir Njáls heim komnir og höfðu lagst til svefns. Höskuldur fór þegar að finna Njál og gengu á tal.

Höskuldur mælti til Njáls: „Hingað er eg kominn að biðja fyrir Lýtingi mági mínum. Hefir hann stórt af gert við yður, rauf sætt og drap son þinn.“

Njáll mælti: „Lýtingur mun þykjast mikið afhroð goldið hafa í láti bræðra hans. En ef eg geri nokkurn kost á þá mun eg þín láta að njóta og mun eg þér þó segja fyrir sættina að bræður Lýtings skulu óhelgir fallið hafa. Lýtingur skal og ekki hafa fyrir sár sín en bæta Höskuld fullum bótum.“

Höskuldur sagði: „Það vil eg að þú dæmir.“

Njáll svarar: „Það mun eg nú gera sem þú vilt.“

„Viltu nokkuð,“ segir Höskuldur, „að synir þínir séu við?“

Njáll svarar: „Ekki mun þá nær sættinni en áður en halda munu þeir þá sætt sem eg geri.“

Þá mælti Höskuldur: „Lúkum við málinu og sel þú honum grið fyrir sonu þína.“

„Svo skal vera,“ segir Njáll.

„Það vil eg,“ segir Njáll, „að hann gjaldi tvö hundruð silfurs fyrir víg Höskulds en búi á Sámsstöðum og þykir mér þó ráðlegra að hann selji land og ráðist í braut. En eigi fyrir því, ekki mun eg rjúfa tryggðir á honum né synir mínir. En þykir mér vera mega að nokkur rísi sá upp í sveit að honum sé viðsjávert. En ef svo þykir sem eg geri hann héraðssekjan þá leyfi eg að hann sé hér í sveit en hann ábyrgist mestu til.“

Síðan fór Höskuldur heim.

Þeir vöknuðu Njálssynir og spurðu föður sinn hvað komið hefði en hann sagði þeim að Höskuldur var þar, fóstri hans.

„Hann mundi biðja fyrir Lýtingi,“ segir Skarphéðinn.

„Svo var,“ segir Njáll.

„Það var,“ segir Grímur, „illa.“

„Ekki mundi Höskuldur hafa skotið skildi fyrir hann,“ segir Njáll, „ef þú hefðir drepið hann þá er þér var það ætlað.“

Skarphéðinn kvað þá vísu:


30. Kennum, landa linna

leygs, gjörvallir þeygi,

satt erat þollur né þetta

þínlegt, föður mínum.

Hafgeymir mun heiman

hyrs, ef það má spyrjast,

stendur af stála skyndi

stríð, hins verra bíða.


„Teljum vér ekki á föður vorn,“ segir Skarphéðinn.

Nú er að segja frá því að þessi sætt helst með þeim síðan.


Tilvísanir

Links

Personal tools