Njála, 125: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Njála_TOC}} ==Chapter 125== '''TITLE.''' ENSKA ==References== <references /> ==Kafli 125== '''TITILL''' ÍSLENSKA ==Tilvísanir== <references /> ==Links== [[Categ...")
 
No edit summary
Line 14: Line 14:
==Kafli 125==
==Kafli 125==


'''TITILL'''
Að Reykjum á Skeiðum bjó Runólfur Þorsteinsson. Hildiglúmur hét son hans. Hann gekk út drottinsdagsnótt þá er níu vikur voru til vetrar. Hann heyrði brest mikinn svo að honum þótti skjálfa bæði jörð og himinn. Síðan leit hann í vesturættina. Hann þóttist sjá þangað hring og eldslit á og í hringinum mann á grám hesti. Hann bar skjótt yfir og fór hann hart. Hann hafði loganda eldbrand í hendi. Hann reið svo nær honum að hann mátti gjörla sjá hann. Hann var svartur sem bik. Hann kvað vísu þessa með mikilli raust:


ÍSLENSKA
 
 
37. Eg reið hesti
 
hélugbarða,
 
úrigtoppa,
 
ills valdanda.
 
Eldur er í endum,
 
eitur er í miðju.
 
Svo er um Flosa ráð
 
sem fari kefli
 
og svo er um Flosa ráð
 
sem fari kefli.
 
 
 
Þá þótti honum hann skjóta brandinum austur til fjallanna og þótti honum hlaupa upp eldur mikill í móti svo að hann þóttist ekki sjá til fjallanna fyrir. Honum sýndist sjá maður ríða austur undir eldinn og hvarf þar. Síðan gekk hann til rúms síns og fékk langt óvit og rétti þó við úr því. Hann mundi allt það er fyrir hann hafði borið og sagði föður sínum en hann bað hann segja Hjalta Skeggjasyni. Hann fór og sagði Hjalta.
 
En hann kvað hann séð hafa gandreið „og er það jafnan fyrir stórtíðindum.“





Revision as of 08:21, 25 June 2014


Chapter 125

TITLE.

ENSKA

References


Kafli 125

Að Reykjum á Skeiðum bjó Runólfur Þorsteinsson. Hildiglúmur hét son hans. Hann gekk út drottinsdagsnótt þá er níu vikur voru til vetrar. Hann heyrði brest mikinn svo að honum þótti skjálfa bæði jörð og himinn. Síðan leit hann í vesturættina. Hann þóttist sjá þangað hring og eldslit á og í hringinum mann á grám hesti. Hann bar skjótt yfir og fór hann hart. Hann hafði loganda eldbrand í hendi. Hann reið svo nær honum að hann mátti gjörla sjá hann. Hann var svartur sem bik. Hann kvað vísu þessa með mikilli raust:


37. Eg reið hesti

hélugbarða,

úrigtoppa,

ills valdanda.

Eldur er í endum,

eitur er í miðju.

Svo er um Flosa ráð

sem fari kefli

og svo er um Flosa ráð

sem fari kefli.


Þá þótti honum hann skjóta brandinum austur til fjallanna og þótti honum hlaupa upp eldur mikill í móti svo að hann þóttist ekki sjá til fjallanna fyrir. Honum sýndist sjá maður ríða austur undir eldinn og hvarf þar. Síðan gekk hann til rúms síns og fékk langt óvit og rétti þó við úr því. Hann mundi allt það er fyrir hann hafði borið og sagði föður sínum en hann bað hann segja Hjalta Skeggjasyni. Hann fór og sagði Hjalta.

En hann kvað hann séð hafa gandreið „og er það jafnan fyrir stórtíðindum.“


Tilvísanir

Links