Njála, 137

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 137

OF THORGEIR CRAGGEIR.


Thorgeir Craggier rode from the east with much people. His brothers were with him, Thorleif Crow and Thorgrim the Big. They came to Hof, to Mord Valgard's son's house, and bided there till he was ready. Mord had gathered every man who could bear arms, and they could see nothing about him but that he was most steadfast in everything, and now they rode until they came west across the rivers. Then they waited for Hjallti Skeggi's son. He came after they had waited a short while, and they greeted him well, and rode afterwards all together till they came to Reykia in Bishop's tongue, and bided there for Asgrim Ellidagrim's son, and he came to meet them there. Then they rode west across Bridgewater. Then Asgrim told them all that had passed between him and Flosi; and Thorgeir said, "I would that we might try their bravery ere the Thing closes."

They rode until they came to Baitvale. There Gizur the White came to meet them with a very great company, and they fell to talking together. Then they rode to the Upper Field, and drew up all their men in array there, and so rode to the Thing.

Flosi and his men all took to their arms, and it was within an ace that they would fall to blows. But Asgrim and his friends and their followers would have no hand in it, and rode to their booths; and now all was quiet that day, so that they had naught to do with one another. Thither were come chiefs from all the Quarters of the land; there had never been such a crowded Thing before, that men could call to mind.

References


Kafli 137

Þorgeir skorargeir reið austan með miklu liði. Voru þar bræður hans með honum, Þorleifur krákur og Þorgrímur hinn mikli. Þeir komu til Hofs til Marðar Valgarðssonar og biðu þar til þess er hann var búinn. Mörður hafði safnað hverjum manni er vopnfær var og fundu þeir það eina á að hann var hinn öruggasti í öllu.

Riðu þeir nú þar til er þeir komu vestur yfir ár. Þá biðu þeir Hjalta Skeggjasonar. Hann kom þá er þeir höfðu skamma stund beðið. Fögnuðu þeir honum vel og riðu síðan allir saman til þess er þeir komu til Reykja í Biskupstungu og biðu þeir þar Ásgríms Elliða-Grímssonar og kom hann þar til móts við þá.

Riðu þeir þá vestur yfir Brúará. Ásgrímur segir þeim þá allt sem farið hafði með þeim Flosa.

Þorgeir mælti: „Það mundi eg vilja að vér reyndum karlmennsku þeirra áður lyki þinginu.“

Riðu þeir allt þar til er þeir komu á Beitivöllu. Kom þar til móts við þá Gissur hvíti með allmikið fjölmenni. Tóku þeir þá tal sín á milli. Riðu þeir þá á Völlu hina efri og fylktu þeir þar öllu liði sínu og riðu svo á þing.

Flosi og menn hans tóku til vopna allir og var þá við sjálft að þeir mundu berjast en þeir Ásgrímur og þeirra sveit gerðust ekki til þess og riðu til búða sinna. Var nú kyrrt þann dag svo að þeir áttust ekki við.

Þar voru komnir höfðingjar úr öllum fjórðungum á landinu og hafði aldrei verið þing jafnfjölmennt áður svo að menn myndu.


Tilvísanir

Links